Færsluflokkur: Umhverfismál

Þeir borga sem njóta.

Náttúran er í eigu okkar allra og að sjálfsögðu á hún að vera ókeypis á að horfa. Hún er okkar allra til þess að njóta, útlendinga sem íslendinga og mér finnst fráleitt að ætla sér að draga línu milli íslendinga og útlendinga með það hverjir eigi að borga fyrir íslenska náttúru.

Við eigum öll að geta farið hvert þangað sem að við viljum og notið gæða íslenskrar náttúru, hvort sem það heitir Gullfoss eða Geysir. En þegar við komum að náttúruperlu þá að sjálfsögðu krefjumst við ákveðinnar þjónustu. Fallegasta náttúruperla getur orðið hræðilegt svæði ef gengið er út um allt í öllu færi og náttúran tröðkuð niður. Þá þykir sjálfsagt að koma upp gangstígum til þess að bæði auðvelda öllum það að njóta náttúrunnar sem og að hlífa viðkvæmum gróðri við troðningi hundruða ef ekki þúsunda manna. 

Ekki löbbum við á ferð okkar um landið og ekki er það gefið að merkilegir vegir sem bjóða upp á það að leggja út í kanti séu að þessum náttúruperlum okkar. Að njóta íslenskra náttúruperls frítt krefst því bílastæða í námunda við alla náttúruna. Þannig geta allir án aðgreiningar notið þess að leggja bíl/rútu á þar til gerðu bílastæði og gengið að Gullfossi/Geysi á þar til gerðum gangstígum.

En svo mitt í allri náttúrinn kann það að gerast að náttúran kallar. Það væri nú óskemmtilegt ef allir gerðu þarfir sínar svona rétt við náttúruperlunar okkar. Það að labba framhjá röð af skítandi rassgötum væri aðeins of mikil náttúra fyrir mig. Nei straum af náttúruelskandi Íslendingum og útlendingum fylgir auðvitað sú kvöð að koma upp nauðsynlegri aðstöðunni þegar að sinna þarf kalli náttúrunnar.

Ég man eftir því þegar ég gekk Laugarveginn frá Landmannalaugum í Þórsmörk að á einum stað þurfti ég að nota þar til gerðann útikamar á stað sem mig minnir að heiti Emstrur sem að er ef ég man rétt, skáli Ferðafélags Íslands. Þar var ég nú ekki krafinn en mælst til að ég greiddi fyrir að nota þjónustuna.Og það gerði ég með bros á vör. Þar hafði fólk lagt það á sig að koma upp kamri og eftir langa göngu mitt í allri náttúrinn (sem að ég naut frítt) þótti mér frábært að komast á kamar. Öðrum sem að hefðu verði á sömu leið og ég hefði kannski þótt það leiðinlegt að labba framhjá mér skítandi úti við veginn eða labba fram á minn innri mann og smá klósettpappír með. Ef allir gerðu það væri leiðin kannski ekki eins spennandi en hver veit.

Ég man líka eftir sögu af eigendum vegasjoppu sem að kvörtuðu yfir notkun á salernunum. Það var ekki það að eigendurnir væru á móti því að salernin væri notuð en heldur það aðð þangað kæmu jafnvel heilu rúturnar af fólki inn í sjoppuna til þess eins að nota salernin. Og svo var farið út aftur. Það er ekki til siðs í sjoppum þar sem boðið er upp á salernisaðstöðu fyrir viðskiptavini að rukka fyrir salernisferðina en kannski, kannski er það eitthvað sem að þarf á Íslandi. Okkkur Íslenidngum finnst nefninlega sjálfsagt að nota alla þá aðstöðu sem að við þurfum og borga ekki krónu fyrir. 

Að njóta náttúrnnar frítt er sjálfsagt mál en að njóta náttúruperla krefst þjónustu og þá þjónustu þarf að borga fyrir. Þeir borga sem njóta. 


Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband